Merkur fornleifafundur á Hofstöðum Svavar Hávarðsson skrifar 28. október 2016 07:00 Það er ekki að undra að tóftirnar í Laxárdal hafi ekki komið fram fyrr – enda á kafi í þykku kjarri. Það þurfti auga gervitungls og glöggs líffræðings til. vísir/orri Nýtt bæjarstæði frá víkingaöld er fundið á Hofstöðum í Mývatnssveit. Fundurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fornleifarannsóknir í Hofstaðatúninu hófust fyrir aldarfjórðungi og eru fáir staðir jafn ítarlega rannsakaðir með tilliti til fornleifa hérlendis – án þess að þessar minjar hafi fundist. Fundurinn setur Hofstaði og hlutverk þessa stórbýlis frá víkingaöld í nýtt samhengi og frekari rannsóknir aðkallandi. Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið mjög á óvart þegar Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, tilkynnti fornleifafræðingum að hann hefði fundið áður óþekktar tóftir í túninu í sumar – með aðstoð gervihnattamyndar Google Earth. Uppgröftur um síðustu helgi leiddi í ljós að það sem Árni fann eru að minnsta kosti þrjár tóftir og ein þeirra af landnámsskála [eldaskála] sem var fallinn alllöngu fyrir aldamótin 1100.Kort af staðnumMynd/OrriHinn nýfundni skáli er 26 metra langur sem setur hann í flokk með stærstu skálum frá víkingaöld, þó hann sé mun minni en hinn sérstaki veisluskáli sem þegar hafði fundist á Hofstaðatúninu og er stærsta hús sem þekkt er hér á landi frá þeim tíma. Veisluskálinn er talinn hafa verið í notkun á milli áranna 950 og 1050. Í túninu er einnig kirkjugarður sem var í notkun frá um 1000 og fram á 13. öld, segir Orri. Nýja bæjarstæðið er aðeins 450 metrum norðan við veisluskálann – og hefur um aldir verið vel falið í þykku kjarri. „Þetta er í raun stórmerkilegt. Þarna er fundið annað bæjarstæði frá sama tíma og veisluskálinn,“ segir Orri og bætir við að hingað til hafi túlkanir fornleifafræðinga gert ráð fyrir að veisluskálinn væri stök bygging. Fundurinn kalli því á frekari rannsóknir til að skilja samhengið á milli þessara tveggja staða; hvort um hjáleigu sé að ræða eða sjálfstætt býli og þá hvernig sambandinu var háttað. Eins hvort fleiri slík bæjarstæði gætu leynst í nágrenninu og þarna hafi örlað á þorpsmyndun jafnvel, sem Orri vill ekki útiloka.Orri VésteinssonFornleifauppgröftur hefur staðið yfir í kirkjugarðinum á Hofstöðum frá því sumarið 1999. Nú þegar hafa leifar tveggja bænhúsa og hátt í 200 beinagrindur frá 11.-15. öld verið grafnar upp. Orri telur líklegt að þar geti heimilisfólk beggja bæjanna hvílt og sé frábær heimild um lífshætti á staðnum. Hins vegar hafa aldrei fundist kuml á Hofstöðum. „Þetta þýðir að við verðum að herða enn leit okkar að kumlunum á Hofstöðum. Þau hljóta að vera þarna einhvers staðar. Við erum búin að vera við störf á þessum stað í aldarfjórðung en getum samkvæmt þessu verið þarna í hálfa öld í viðbót við rannsóknir,“ segir Orri.Google Earth myndin segir ekki margt nema þeim sem staðkunnugir eru. Örin bendir á tóft landnámsskálans.Mynd/ÁrniGoogle Earth vísaði á skálann Fundur bæjarstæðisins nýja í landi Hofstaða í Mývatnssveit á sér sennilega ekki hliðstæðu í íslenskri sögu. Fundarmaðurinn, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, rak nefnilega augun í tóftir landnámsskálans þegar hann var að skoða myndir á Google Earth.Árni Einarsson t.v.Árna segist svo frá: „Myndin var tekin eftir vorhretið í maí 2012 og hafði snjó skafið í allar lægðir svo að fornar tóftir og garðlög komu óvenjulega vel fram. Ég var að fara síðustu yfirferð yfir myndina út af korti sem ég er að vinna, og á að sýna garðlögin miklu sem liggja um þingeyskar byggðir þverar og endilangar, m.a. á Hofstöðum. Þegar ég renndi augum yfir Hofstaði – og það var ekki í fyrsta skipti – gat ég ekki betur séð en stærðar skálatóft með „víkingaaldarlagi“ væri í kjarri vöxnum móanum rétt norðan við heimatúnin. Hálftíma seinna var ég kominn þangað. En tóftin var ekki augljós á vettvangi. Þegar betur var að gáð innan um víðirunnana mátti þó greina 25 metra langa laut og líkleg veggjabrot báðum megin. Ég var ekki viss í minni sök fyrr en ég hafði farið þangað aftur með lítinn jarðvegsbor og fundið greinileg merki um gólfskán – lag með mylsnu af viðarkoli og beinum,“ segir Árni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Nýtt bæjarstæði frá víkingaöld er fundið á Hofstöðum í Mývatnssveit. Fundurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fornleifarannsóknir í Hofstaðatúninu hófust fyrir aldarfjórðungi og eru fáir staðir jafn ítarlega rannsakaðir með tilliti til fornleifa hérlendis – án þess að þessar minjar hafi fundist. Fundurinn setur Hofstaði og hlutverk þessa stórbýlis frá víkingaöld í nýtt samhengi og frekari rannsóknir aðkallandi. Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið mjög á óvart þegar Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, tilkynnti fornleifafræðingum að hann hefði fundið áður óþekktar tóftir í túninu í sumar – með aðstoð gervihnattamyndar Google Earth. Uppgröftur um síðustu helgi leiddi í ljós að það sem Árni fann eru að minnsta kosti þrjár tóftir og ein þeirra af landnámsskála [eldaskála] sem var fallinn alllöngu fyrir aldamótin 1100.Kort af staðnumMynd/OrriHinn nýfundni skáli er 26 metra langur sem setur hann í flokk með stærstu skálum frá víkingaöld, þó hann sé mun minni en hinn sérstaki veisluskáli sem þegar hafði fundist á Hofstaðatúninu og er stærsta hús sem þekkt er hér á landi frá þeim tíma. Veisluskálinn er talinn hafa verið í notkun á milli áranna 950 og 1050. Í túninu er einnig kirkjugarður sem var í notkun frá um 1000 og fram á 13. öld, segir Orri. Nýja bæjarstæðið er aðeins 450 metrum norðan við veisluskálann – og hefur um aldir verið vel falið í þykku kjarri. „Þetta er í raun stórmerkilegt. Þarna er fundið annað bæjarstæði frá sama tíma og veisluskálinn,“ segir Orri og bætir við að hingað til hafi túlkanir fornleifafræðinga gert ráð fyrir að veisluskálinn væri stök bygging. Fundurinn kalli því á frekari rannsóknir til að skilja samhengið á milli þessara tveggja staða; hvort um hjáleigu sé að ræða eða sjálfstætt býli og þá hvernig sambandinu var háttað. Eins hvort fleiri slík bæjarstæði gætu leynst í nágrenninu og þarna hafi örlað á þorpsmyndun jafnvel, sem Orri vill ekki útiloka.Orri VésteinssonFornleifauppgröftur hefur staðið yfir í kirkjugarðinum á Hofstöðum frá því sumarið 1999. Nú þegar hafa leifar tveggja bænhúsa og hátt í 200 beinagrindur frá 11.-15. öld verið grafnar upp. Orri telur líklegt að þar geti heimilisfólk beggja bæjanna hvílt og sé frábær heimild um lífshætti á staðnum. Hins vegar hafa aldrei fundist kuml á Hofstöðum. „Þetta þýðir að við verðum að herða enn leit okkar að kumlunum á Hofstöðum. Þau hljóta að vera þarna einhvers staðar. Við erum búin að vera við störf á þessum stað í aldarfjórðung en getum samkvæmt þessu verið þarna í hálfa öld í viðbót við rannsóknir,“ segir Orri.Google Earth myndin segir ekki margt nema þeim sem staðkunnugir eru. Örin bendir á tóft landnámsskálans.Mynd/ÁrniGoogle Earth vísaði á skálann Fundur bæjarstæðisins nýja í landi Hofstaða í Mývatnssveit á sér sennilega ekki hliðstæðu í íslenskri sögu. Fundarmaðurinn, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, rak nefnilega augun í tóftir landnámsskálans þegar hann var að skoða myndir á Google Earth.Árni Einarsson t.v.Árna segist svo frá: „Myndin var tekin eftir vorhretið í maí 2012 og hafði snjó skafið í allar lægðir svo að fornar tóftir og garðlög komu óvenjulega vel fram. Ég var að fara síðustu yfirferð yfir myndina út af korti sem ég er að vinna, og á að sýna garðlögin miklu sem liggja um þingeyskar byggðir þverar og endilangar, m.a. á Hofstöðum. Þegar ég renndi augum yfir Hofstaði – og það var ekki í fyrsta skipti – gat ég ekki betur séð en stærðar skálatóft með „víkingaaldarlagi“ væri í kjarri vöxnum móanum rétt norðan við heimatúnin. Hálftíma seinna var ég kominn þangað. En tóftin var ekki augljós á vettvangi. Þegar betur var að gáð innan um víðirunnana mátti þó greina 25 metra langa laut og líkleg veggjabrot báðum megin. Ég var ekki viss í minni sök fyrr en ég hafði farið þangað aftur með lítinn jarðvegsbor og fundið greinileg merki um gólfskán – lag með mylsnu af viðarkoli og beinum,“ segir Árni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira