Veður gæti haft áhrif á úrslitin í kosningunum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti kjörgögn til Dalvíkur í gær og flaug með þau áleiðis til Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna síðustu daga vegna veðurs. Mynd/Haukur Snorrason Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira