Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2016 14:49 Guðjón L. svarar Einari fullum hálsi og spurning hvernig aganefnd tekur á máli þjálfarans. myndir/valli & ernir / samsett mynd/garðar Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði. Olís-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði.
Olís-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn