Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2016 14:49 Guðjón L. svarar Einari fullum hálsi og spurning hvernig aganefnd tekur á máli þjálfarans. myndir/valli & ernir / samsett mynd/garðar Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira