Á vef FA segir að eftirfarandi frambjóðendur taki þátt í fundinum:
Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð, Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki, Alfa Eymarsdóttir frá Pírötum, Össur Skarphéðinsson frá Samfylkingu, Páll Magnússon frá Sjálfstæðisflokki, Benedikt Jóhannesson frá Viðreisn og Björn Valur Gíslason frá Vinstri Grænum.
Frambjóðendurnir munu svara þremur spurningum sem þeir hafa fengið sendar:
Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að fiskmarkaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfiskafla sem veiddur er við Ísland?
Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að ráðherra hrindi í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því í nóvember 2012, um afnám samkeppnishamla í sjávarútvegi?
Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að íslenskur sjávarútvegur falli að öllu leyti undir ákvæði samkeppnislaga, án undantekninga? Ef ekki, hvers vegna?
Fundurinn hófst klukkan hálf níu og stendur yfir til tíu.