Reyndi fjórum sinnum að lenda í Keflavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Að sögn upplýsingafulltrúa ISAVIA mat flugstjóri aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda vélinni. vísir/ Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira