Ólympíumeistari hættir á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 14:30 Jessica Ennis-Hill hefur verið ein besta frjálsíþróttakona heims undanfarin ár. vísir/getty Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira