Grátandi Ólympíumeistari: „Þetta hefur verið versta vika ævi minnar“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:15 Theresa Johaug grætur á blaðamannafundinum í dag. vísir/afp Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira