Fullskipaður listi Bjartrar Framtíðar í Norðvestur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 14:44 Kristín, Valdimar og Ásthildur. Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Kosningar 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Kosningar 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent