Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2016 07:00 Gústaf Adolf Níelsson. Vísir/Pjetur „Þú getur ekki ýtt hripleku skipi úr höfn með handónýtan skipstjóra þótt áhöfnin sé góð. Þá fer allt til fjandans,“ segir Gústaf Níelsson um Helga Helgason, formann Íslensku þjóðfylkingarinnar. Gústaf og Gunnlaugur Ingvarsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, drógu framboð sín til baka í gær. Gústaf segir Helga hafa fallist á að víkja úr formannsembætti í september að beiðni oddvitanna en það hafi hann aldrei gert. „Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. Ákvörðunina segir hann ekki hafa verið létta. „Það er mjög leiðinlegt að þetta skuli þróast með þessum hætti því það er fjöldi fólks sem er búið að leggja nótt við dag til að vinna að þessum hugsjónum í mjög óeigingjörnu starfi. Þá stefna þeir Gústaf og Gunnlaugur ekki á að bjóða fram undir öðru nafni. Þó geti þeir ekki stutt flokkinn að óbreyttu. Í yfirlýsingu sem Helgi sendi frá sér í gær segir að Gústaf hafi hótað því að drepa framboðið fái hann ekki vilja sínum framgengt. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Jafnframt fullyrðir Helgi að ákvörðun oddvitanna hafi ekki áhrif á framboð flokksins í kjördæmunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44 Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þú getur ekki ýtt hripleku skipi úr höfn með handónýtan skipstjóra þótt áhöfnin sé góð. Þá fer allt til fjandans,“ segir Gústaf Níelsson um Helga Helgason, formann Íslensku þjóðfylkingarinnar. Gústaf og Gunnlaugur Ingvarsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, drógu framboð sín til baka í gær. Gústaf segir Helga hafa fallist á að víkja úr formannsembætti í september að beiðni oddvitanna en það hafi hann aldrei gert. „Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. Ákvörðunina segir hann ekki hafa verið létta. „Það er mjög leiðinlegt að þetta skuli þróast með þessum hætti því það er fjöldi fólks sem er búið að leggja nótt við dag til að vinna að þessum hugsjónum í mjög óeigingjörnu starfi. Þá stefna þeir Gústaf og Gunnlaugur ekki á að bjóða fram undir öðru nafni. Þó geti þeir ekki stutt flokkinn að óbreyttu. Í yfirlýsingu sem Helgi sendi frá sér í gær segir að Gústaf hafi hótað því að drepa framboðið fái hann ekki vilja sínum framgengt. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Jafnframt fullyrðir Helgi að ákvörðun oddvitanna hafi ekki áhrif á framboð flokksins í kjördæmunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44 Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent