Það er margt sem verður aldrei mælt með reglustiku Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2016 10:30 Sigtryggur Bjarni fyrir framan eitt af verkum sínum á sýningunni Mýrarskuggar. Visir/Anton Brink Ég hef lengi fengist við eitt afmarkað náttúrufyrirbrigði í einu,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldursson myndlistarmaður sem í dag opnar sýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Mýrarskuggar. „Ég hef átt við straumvötn, vatnsfleti, gróður og svona hitt og þetta. En að þessu sinni er það þetta afmarkaða fyrirbrigði mýrarskuggar, en það er skuggaspilið sem má finna í votlendi landsins. Þetta er stórmerkilegur og frekar óuppgötvaður fjársjóður forma og dulúðar, í mýrunum sem eru nú að fá uppreisn æru sem mikilvægir bjargvættir mannkyns. Eða að minnsta kosti bjargvættir Íslendinga í sambandi við kolefnisjöfnun.“Umhverfið og málverkið Sigtryggur Bjarni segir að það sé skemmtilegt að finna svona fyrirbrigði sem hefur ekki verið gert skil í málverki og eiga að auki skýrt erindi inn í umræðuna um framtíð heimsins. „Vitund manna um hvert stefnir í umhverfismálum er sífellt vaxandi og þessi hugsun er farin að smygla sér inn í málverkin hjá mér. Verkin mín voru reyndar farin að færast sífellt í átt sem einhverjir myndu flokka sem náttúrurómantík en það er í þessum nýju verkum ákveðinn þungi. Í litaspilinu má skynja alvöruna í þessum málum og að það er ákveðin ástæða fyrir að ég er að takast á við þetta viðfangsefni.“ Eins og Sigtryggur Bjarni bendir á þá máluðu frumherjar íslenskrar myndlistar náttúruna á ákveðnum forsendum. „Þeir máluðu landslagsverk til þess að efla með okkur þjóðernisvitund og aðgreina okkur frá hinni flötu Danmörku. Þeir voru að uppgötva hvað það var að vera Íslendingur og hjálpa okkur sem þjóð við að skapa okkar eigin sjálfsmynd. Í dag er allt önnur ástæða fyrir því að mála náttúruna en það er ekki minna brýnt. Það er kannski ennþá pólitískt, en við skulum vona að það sé minna þjóðernislegt, vegna þess að þetta hefur ekkert að gera með okkur sem Íslendinga sérstaklega heldur mannkynið. Þó að ég leiti þarna reyndar í jarðarblett sem ég á sjálfur norður í landi þá er hann meira eins og samnefnari fyrir það sem er ósnortið og fyrir það sem við þurfum að passa.Gvasslitir Karls Kvaran Mér finnst það sem ég get gert vera að gera þessu sem best skil í málverkum og við þurfum að sinna í þessu í ljósmyndum, ljóðum og tónlist og öllu því. Setja þessa skynjun listamannsins inn í þessa umræðu um allt rask og allt umhverfismat því það er svo margt sem verður aldrei mælt með reglustiku.“ Í verkunum sem Sigtryggur er að sýna að þessu sinni notast hann við olíuliti, vatnsliti og gvassliti. „Gvasslitir hafa reyndar verið lítið notaðir í þessu klassíska málverki síðan á tímum strangflatarlistamannanna á borð við Karl Kvaran. Hann kemur einmitt þarna við sögu því mér áskotnuðust ein 5-6 kíló af gömlum gvasslitum frá honum sem ég hef verið að endurnýta. Vonandi er það í samhljómi við það sem við þurfum að gera í heiminum, að nýta allt vel. Ég er alveg ótrúlega grænn núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég hef lengi fengist við eitt afmarkað náttúrufyrirbrigði í einu,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldursson myndlistarmaður sem í dag opnar sýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Mýrarskuggar. „Ég hef átt við straumvötn, vatnsfleti, gróður og svona hitt og þetta. En að þessu sinni er það þetta afmarkaða fyrirbrigði mýrarskuggar, en það er skuggaspilið sem má finna í votlendi landsins. Þetta er stórmerkilegur og frekar óuppgötvaður fjársjóður forma og dulúðar, í mýrunum sem eru nú að fá uppreisn æru sem mikilvægir bjargvættir mannkyns. Eða að minnsta kosti bjargvættir Íslendinga í sambandi við kolefnisjöfnun.“Umhverfið og málverkið Sigtryggur Bjarni segir að það sé skemmtilegt að finna svona fyrirbrigði sem hefur ekki verið gert skil í málverki og eiga að auki skýrt erindi inn í umræðuna um framtíð heimsins. „Vitund manna um hvert stefnir í umhverfismálum er sífellt vaxandi og þessi hugsun er farin að smygla sér inn í málverkin hjá mér. Verkin mín voru reyndar farin að færast sífellt í átt sem einhverjir myndu flokka sem náttúrurómantík en það er í þessum nýju verkum ákveðinn þungi. Í litaspilinu má skynja alvöruna í þessum málum og að það er ákveðin ástæða fyrir að ég er að takast á við þetta viðfangsefni.“ Eins og Sigtryggur Bjarni bendir á þá máluðu frumherjar íslenskrar myndlistar náttúruna á ákveðnum forsendum. „Þeir máluðu landslagsverk til þess að efla með okkur þjóðernisvitund og aðgreina okkur frá hinni flötu Danmörku. Þeir voru að uppgötva hvað það var að vera Íslendingur og hjálpa okkur sem þjóð við að skapa okkar eigin sjálfsmynd. Í dag er allt önnur ástæða fyrir því að mála náttúruna en það er ekki minna brýnt. Það er kannski ennþá pólitískt, en við skulum vona að það sé minna þjóðernislegt, vegna þess að þetta hefur ekkert að gera með okkur sem Íslendinga sérstaklega heldur mannkynið. Þó að ég leiti þarna reyndar í jarðarblett sem ég á sjálfur norður í landi þá er hann meira eins og samnefnari fyrir það sem er ósnortið og fyrir það sem við þurfum að passa.Gvasslitir Karls Kvaran Mér finnst það sem ég get gert vera að gera þessu sem best skil í málverkum og við þurfum að sinna í þessu í ljósmyndum, ljóðum og tónlist og öllu því. Setja þessa skynjun listamannsins inn í þessa umræðu um allt rask og allt umhverfismat því það er svo margt sem verður aldrei mælt með reglustiku.“ Í verkunum sem Sigtryggur er að sýna að þessu sinni notast hann við olíuliti, vatnsliti og gvassliti. „Gvasslitir hafa reyndar verið lítið notaðir í þessu klassíska málverki síðan á tímum strangflatarlistamannanna á borð við Karl Kvaran. Hann kemur einmitt þarna við sögu því mér áskotnuðust ein 5-6 kíló af gömlum gvasslitum frá honum sem ég hef verið að endurnýta. Vonandi er það í samhljómi við það sem við þurfum að gera í heiminum, að nýta allt vel. Ég er alveg ótrúlega grænn núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira