Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 13:32 Birgitta með formönnum þeirra flokka sem boðaðir hafa verið til viðræðna við Pírata. vísir/eyþór Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28