Tólf leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru tilnefndir á 30 manna lista yfir leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins í Afríku.
Pierre Emerick Aubameyang leikmaður Dortmund í Þýskalandi er núverandi handhafi titilsins en hann vann hann í fyrsta skipti í fyrra. Þar áður hafði Yaya Touré leikmaður Manchester City unnið titilinn fjögur ár í röð en hann var annar í kjörinu í fyrra. Hann er ekki á listanum í ár enda fá tækifæri fengið hjá Pep Guardiola síðan Pep tók við stjórn City liðsins.
Samuel Eto´o er á listanum og gæti verið kjörinn í fimmta sinn. Riyad Mahrez er að sjálfsögðu á listanum en hann var valinn leikmaður ársins á Englandi á síðasta tímabili og kemur sterklega til greina í vali á leikmanni ársins úr Afríku í ár.
Alls leika 24 leikmenn á listanum með liðum í Evrópu, flestir í Englandi.
Listann má sjá hér fyrir neðan:
Ahmed Musa - Leicester City
Andre Ayew - West Ham
Aymen Abdennour - Valencia
Benjamin Mounkandjo - Lorient
Cedric Bakambu - Villareal
Dennis Onyango - Mamelodi Sundowns
El Arabi Hillel Soudani - Dinamo Zagreb
Eric Bailly - Manchester United
Hakim Ziyech - Ajax
Islam Slimani - Leicester City
Itumeleng Khune - Kaizer Chiefs
John Mikel Obi - Chelsea
Kalidou Koulibaly - Napoli
Keegan Dolly - Mamelodi Sundowns
Kelechi Iheanacho - Manchester City
Khama Billiat - Mamelodi Sundowns
Mbwana Samatta - Genk
Mehdi Benatia - Juventus
Mohamed El Neny - Arsenal
Mohamed Salah - Roma
Pierre-Emerick Aubameyang - Borussia Dortmund
Riyad Mahrez - Leicester City
Sadio Mane - Liverpool
Samuel Eto'o - Antalyaspor
Serge Aurier - PSG
Victor Wanyama - Tottenham
Wahbi Khazri - Sunderland
William Jebor - Wydad Casablanca
Yannick Bolasie - Everton
Yao Kouasi Gervais 'Gervinho' - Hebei Fortune
Mahrez, Aubameyang og Mane tilnefndir sem leikmaður ársins í Afríku
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið






Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli
Enski boltinn