Margrét vann þrefalt á opna TBR mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 20:17 Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR efstar á palli eftir sigur í tvíliðaleik kvenna. Mynd/BSÍ Margrét Jóhannsdóttir var sigursælust allra á fjórða mót Dominosmótaraðar Badmintonsambands Íslands, TBR Opið, sem fór fram um helgina. Margrét vann þrjú gull á mótinu en keppt var í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Margrét vann einliðaleikinn, tvíliðaleikinn og tvenndarleikinn hjá meistaraflokki kvenna. Kristófer Darri Finnsson vann tvöfalt í meistaraflokki karla.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Davíð Bjarna Björnsson úr TBR í úrslitum 21-19 og 21-18.Margrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björg Hafsteinsdóttur úr BH 21-14 og 21-16.Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson úr TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir úr BH. Hún vann Höllu Maríu Gústafsdóttur úr BH eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson úr TBR og Þórhallur Einisson úr Hamri en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson úr TBR 21-12 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir úr TBR og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur úr Aftureldingu 21-15 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri. Þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur úr TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Elís Þór Dansson úr TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Brynjar Má Ellertsson úr ÍA 15-21, 21-18 og 21-13. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS vann Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson úr UMF Þór og Egill Magnússon úr Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS en keppt var í riðli í greininni.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla.Mynd/BSÍMargrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna.Mynd/BSÍTvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR.Mynd/BSÍTvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR.Mynd/BSÍ Aðrar íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira
Margrét Jóhannsdóttir var sigursælust allra á fjórða mót Dominosmótaraðar Badmintonsambands Íslands, TBR Opið, sem fór fram um helgina. Margrét vann þrjú gull á mótinu en keppt var í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Margrét vann einliðaleikinn, tvíliðaleikinn og tvenndarleikinn hjá meistaraflokki kvenna. Kristófer Darri Finnsson vann tvöfalt í meistaraflokki karla.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Davíð Bjarna Björnsson úr TBR í úrslitum 21-19 og 21-18.Margrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björg Hafsteinsdóttur úr BH 21-14 og 21-16.Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson úr TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir úr BH. Hún vann Höllu Maríu Gústafsdóttur úr BH eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson úr TBR og Þórhallur Einisson úr Hamri en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson úr TBR 21-12 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir úr TBR og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur úr Aftureldingu 21-15 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri. Þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur úr TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Elís Þór Dansson úr TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Brynjar Má Ellertsson úr ÍA 15-21, 21-18 og 21-13. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS vann Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson úr UMF Þór og Egill Magnússon úr Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS en keppt var í riðli í greininni.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla.Mynd/BSÍMargrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna.Mynd/BSÍTvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR.Mynd/BSÍTvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR.Mynd/BSÍ
Aðrar íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira