Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:35 Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira