Skattþrepin óteljandi Katrín Atladóttir skrifar 19. október 2016 00:00 Skattkerfið er ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Það á að vera einfalt, gagnsætt, sanngjarnt og skilvirkt. Þrepaskipt tekjuskattkerfi uppfyllir engin þessara skilyrða. Það er flókið, ógagnsætt, ósanngjarnt og óskilvirkt. Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast.Misjöfn skattþrep eru óþörf Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem er ávallt sama upphæð, óháð tekjum. Tekjuskattur skiptist í þrjú mishá þrep og miðast við upphæð tekna. Misjöfn skattþrep eru í raun óþörf. Persónuafsláttur gerir skattþrepin óendanlega mörg jafnvel þó þrepaskipting skatta væri aflögð. Gerum ráð fyrir einu skattþrepi auk hámarks útsvars, 37,2%. Kona með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir þá 20% skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Sé hún með 400 þúsund verður skatturinn 24% en 27% af 500 þúsund króna tekjum. Skattprósentan hækkar um heil sjö prósentustig meðan heildarlaun hækka um 200 þúsund krónur. Skattaprósentan mun því áfram hækka í þrepum eftir því sem tekjur hækka, þrátt fyrir að skattþrepin sjálf séu aflögð.Eitt þrep sanngjarnt Sú sem aflar hærri tekna er ekki einungis að leggja til fleiri krónur heldur er skattprósenta hennar einnig hærri. Færri skattþrep draga úr ósanngirni skattkerfisins, draga úr því að sífellt sé tekið meira úr launaumslaginu eftir því sem meira er aflað og gefa þannig aukinn hvata til þess að draga björg í bú. Tekjuskattskerfi með einu þrepi er einnig gagnsærra, skilvirkara og ódýrara í rekstri fyrir hið opinbera. Um áramótin mun miðþrep tekjuskattsins falla niður. Enn má þó gera betur. Við erum á réttri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Skattkerfið er ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Það á að vera einfalt, gagnsætt, sanngjarnt og skilvirkt. Þrepaskipt tekjuskattkerfi uppfyllir engin þessara skilyrða. Það er flókið, ógagnsætt, ósanngjarnt og óskilvirkt. Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast.Misjöfn skattþrep eru óþörf Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem er ávallt sama upphæð, óháð tekjum. Tekjuskattur skiptist í þrjú mishá þrep og miðast við upphæð tekna. Misjöfn skattþrep eru í raun óþörf. Persónuafsláttur gerir skattþrepin óendanlega mörg jafnvel þó þrepaskipting skatta væri aflögð. Gerum ráð fyrir einu skattþrepi auk hámarks útsvars, 37,2%. Kona með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir þá 20% skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Sé hún með 400 þúsund verður skatturinn 24% en 27% af 500 þúsund króna tekjum. Skattprósentan hækkar um heil sjö prósentustig meðan heildarlaun hækka um 200 þúsund krónur. Skattaprósentan mun því áfram hækka í þrepum eftir því sem tekjur hækka, þrátt fyrir að skattþrepin sjálf séu aflögð.Eitt þrep sanngjarnt Sú sem aflar hærri tekna er ekki einungis að leggja til fleiri krónur heldur er skattprósenta hennar einnig hærri. Færri skattþrep draga úr ósanngirni skattkerfisins, draga úr því að sífellt sé tekið meira úr launaumslaginu eftir því sem meira er aflað og gefa þannig aukinn hvata til þess að draga björg í bú. Tekjuskattskerfi með einu þrepi er einnig gagnsærra, skilvirkara og ódýrara í rekstri fyrir hið opinbera. Um áramótin mun miðþrep tekjuskattsins falla niður. Enn má þó gera betur. Við erum á réttri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar