Með góðri kveðju frá Trump Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. október 2016 09:36 Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast!
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun