Stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2016 19:15 Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn. Kosningar 2016 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn.
Kosningar 2016 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira