Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa unnið þétt saman síðustu ár í fremstu víglínu Framsóknarflokksins. Nú hinsvegar eru samskipti þeirra botnfrosin og hafa verið um nokkurt skeið. Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira