Ekki var gert ráð fyrir því að ráðherrar flokksins myndu tala á flokksþinginu í drögum að dagskrá þess og var það aðallega gagnrýnt innan Framsóknar að ræða forsætisráðherra væri ekki á dagskránni. Dagskráin var síðan uppfærð í gær á þann hátt að allir ráðherrar munu tala og fær Sigurður Ingi 15 mínútur beint á eftir Sigmundi Davíð.
Samkvæmt dagskrá hefst ræða Sigmundar Davíðs klukkan 11 en Framsóknarflokkurinn streymir beint frá fundinum á netinu og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að neðan. Hér má svo nálgast dagskrá þingsins.
Uppfært: Útsendingu Framsóknarflokksins frá flokksþinginu lauk eftir ræðu formannsins en sjá má hana í heild sinni í spilaranum hér að neðan.