Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dró framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka í dag. Hann hefur verið eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag.
Jón Björn Hákonarson hafði einnig lýst yfir framboði til ritara flokksins en í raun eru allir í kjöri á flokksþingi til forystu í Framsókn.
Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra er fráfarandi ritari Framsóknarflokksins en hún dró framboð sitt til varaformanns til baka í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir var svo kjörin varaformaður flokksins.
Þegar Vísir náði tali af Gunnari Braga nú rétt í þessu mátti hann ekki vera að því að tala við blaðamann en kvaðst ætla að tjá sig síðar.
Gunnar Bragi dró framboð sitt til ritara til baka

Tengdar fréttir

Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða.

Eygló Harðardóttir dregur framboð sitt til baka
Eygló vill að flokkurinn leiti sátta og nái að sameinast á ný.

Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum
Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á