Mamma Hilmis segir soninn hafa níu líf Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 06:00 Hilmir Gauti var hinn hressasti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við hjá honum í gær. Vísir/Anton Brink „Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30