„Ekki eftir miklu að slægjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2016 23:37 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/GVA „Fyrir frjálslyndan flokk sem vill stuðla að breytingum er ekki eftir miklu að slægjast í samstarfi við flokka sem lita á það sem megin hlutverk sitt að standa vörð um óbreytt ástand í þessum málaflokkum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Tilefni ummæla Þorsteins er pistill fjölmiðlarýnisins Egils Helgasonar um að líklegasta ríkisstjórnin verði mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Viðreisn.Niðurstöður Þjóðarpúls Gallups, sem birtur var síðast í dag, sýnir flokkana þrjá með samanlagt 45 prósnet fylgi ef gengið væri til kosninga í dag. Þorsteinn segir pælingar sem þessar vera vinsælar, þ.e. að halda á lofti tengslum Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn en í röðum Viðreisnar má finna fyrrverandi framafólk úr Sjálfstæðisflokknum. Má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorstein Pálsson sem dæmi. Hins vegar er verulegur munur á áherslum flokkanna að sögn Þorsteins og nefnir hann sérstaklega sjávarútveg, landbúnað, Evrópumál og stjórnarskrá. „Í þessum málaflokkum er Viðreisn mun nær Bjartri framtíð og Pírötum,“ segir Þorsteinn.Þorgerður Katrín hefur einnig tjáð sig um pistil Egils og leggur áherslu á að Viðreisn sé ekki komin fram á sviðið til að bjarga ríkisstjórninni frá falli. Við erum ekki líflína ríkisstjórnarinnar. Við viljum breytingar #xc— þorgerður katrín (@thorgkatrin) October 3, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Fyrir frjálslyndan flokk sem vill stuðla að breytingum er ekki eftir miklu að slægjast í samstarfi við flokka sem lita á það sem megin hlutverk sitt að standa vörð um óbreytt ástand í þessum málaflokkum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Tilefni ummæla Þorsteins er pistill fjölmiðlarýnisins Egils Helgasonar um að líklegasta ríkisstjórnin verði mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Viðreisn.Niðurstöður Þjóðarpúls Gallups, sem birtur var síðast í dag, sýnir flokkana þrjá með samanlagt 45 prósnet fylgi ef gengið væri til kosninga í dag. Þorsteinn segir pælingar sem þessar vera vinsælar, þ.e. að halda á lofti tengslum Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn en í röðum Viðreisnar má finna fyrrverandi framafólk úr Sjálfstæðisflokknum. Má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorstein Pálsson sem dæmi. Hins vegar er verulegur munur á áherslum flokkanna að sögn Þorsteins og nefnir hann sérstaklega sjávarútveg, landbúnað, Evrópumál og stjórnarskrá. „Í þessum málaflokkum er Viðreisn mun nær Bjartri framtíð og Pírötum,“ segir Þorsteinn.Þorgerður Katrín hefur einnig tjáð sig um pistil Egils og leggur áherslu á að Viðreisn sé ekki komin fram á sviðið til að bjarga ríkisstjórninni frá falli. Við erum ekki líflína ríkisstjórnarinnar. Við viljum breytingar #xc— þorgerður katrín (@thorgkatrin) October 3, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira