Gistiheimili á Húsafelli vill ekki deila bílastæðum með nýju legsteinasafni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Páll á Húsafelli í grunni fyrirhugaðs legsteinasafns sem eigandi gistiheimilis í gamla Húsafellsbænum í baksýn kærði. vísir/vilhelm „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira