Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2016 07:00 Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun 365 Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira