Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. Einn frambjóðandi kemur í spjallið hverju sinni en dregið var um í hvaða röð flokkarnir sem bjóða fram koma í þáttinn.
Kosningaspjallið verður í beinni útsendingu á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis. Á meðan á útsendingu stendur geta lesendur og áhorfendur sent inn spurningar með því að kommenta við beinu útsendinguna á Facebook. Fyrir útsendingu verður einnig boðið upp á að senda spurningar í gegnum tölvupóst.
Fyrsti frambjóðandinn sem mætir í Kosningaspjall Vísis á mánudag er Vésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lesendur geta sent spurningar til Vésteins fyrir útsendingu á netfangið sunnakristin@365.is.
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
