Samfélagsmiðlar ýta undir kvíða Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 7. október 2016 07:00 Stelpur sem búa við erfiða fjárhagsstöðu eru í mestri hættu á að þjást af kvíða. NordicPhotos/Getty Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00