Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Landeigendur innheimtu gjald af landinu á vormánuðum ársins 2014 en það var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. vísir/pjetur Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26