Bjarni talaði mjög fyrir breytingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2016 08:49 Frá Valhöll þegar niðurstöður prófkjörsins voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41