Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:00 Strákarnir okkar vilja spila í Helsinki. vísir/bára dröfn Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30