Ný dagskrá í burðarliðnum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2016 11:52 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina. vísir/garðar Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent