Hrútskýringar óumflýjanlegur hluti af vinnudeginum á Alþingi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2016 20:15 Hugtakið hrútskýring hefur verið að ryðja sér rúms í umræðunni hér á landi undanfarið. Það er samsett úr orðunum hrútur og útskýring, íslensk útgáfa orðsins mansplaining sem er samsett úr man og explain. Mansplaining er notað um það það þegar einhver útskýrir eitthvað á lítillækandi hátt, oftast karl fyrir konu, og gefur sér að hann viti meira um málið. Hrútskýringar eru óumflýjanlegur hluti af vinnudeginum á Alþingi, að mati nokkurra íslenskra stjórnmálakvenna. „Já, ég hef orðið fyrir hrútskýringum nokkrum sinnum, og bara mjög nýlega meira að segja. Þetta er alveg orð sem er notað hér á göngum Alþingis á hverjum degi, það er óhætt að segja það,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur sem dæmi störf sín í Allsherjar- og menntamálanefnd þar sem hún er formaður. „Þegar umræðan fer af stað er mér bent á, af karlmönnum, að taka nú mark á mér eldri og vitrari karlþingmönnum sem hafa ekkert unnið í málaflokknum og hafa varla lesið þau mál sem verið er að leggja fram. Þessir menn sem senda mér tölvupósta gefa sér það að ég viti ekkert um málaflokkinn, en að svo virðist sem karlmennirnir viti allt um hann,“ segir Unnur. Hún nefnir einnig dæmi um símtal sem hún fékk frá eldri Sjálfstæðismanni á dögunum um að klippingin sem hún skartaði væri ekki við hæfi fyrir þingkonu flokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og nefnir sem dæmi þegar hún ætlaði sér að sækjast eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi fyrir nokkru. „Þá fékk ég að heyra það frá nokkrum eldri körlum í mínu kjördæmi að mér lægi ekkert á því ég væri svo efnileg. Ég skelli upp úr í hvert skipti sem ég hugsa til þess. Kona er efnileg þegar hún er búin að vera á þingi í tíu ár, búin að vera fjármálaráðherra, efnahagsráðherra og iðnaðarráðherra, þá er hún enn þá efnileg,“ segir Katrín. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, segir að sig gruni að stundum fái konur í valdastöðum öðruvísi spurningar en karlar. „Get ég nefnt sem dæmi að þegar við vorum á leiðtogafundinum í Washington, utanríkis - og forsætisráðherrar Norðurlandanna og svo Bandaríkjanna, að þá spyr Obama mig hvort hann eigi að lita á sér hárið. Ég er ekkert endilega viss um að hann hefði spurt karlkyns kollega að slíku,“ segir Lilja kímin. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata.Vísir„Það mun enginn stjórnmálamaður taka þig alvarlega ef að hann sér þessa mynd af þér“ Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna, segist hafa fengið sinn skammt af hrútskýringum þrátt fyrir að vera tiltölulega ný í pólitík. Til dæmis þegar hún birti mynd af sér í tengslum við Free the nipple byltinguna. „Strákur sem ég þekki í gegnum pólitíkina setti sig í samband við mig og sagði mér að hann væri með miklar áhyggjur af því að ég væri að fara of hratt í þetta og að þetta gæti haft áhrif á minn pólitíska feril eins og hann orðaði það. Svo sagði hann mér að það muni enginn stjórnmálamaður taka mig alvarlega ef hann sæi þessa mynd af mér. Ég fékk fyrst smá í magann eins og ég hefði verið að gera mistök, en svo gerði ég mér grein fyrir því að ég veit miklu meira um þetta en hann,“ segir Una. Stjórnmálakonurnar sem við ræddum tóku fram að alvarlegar hrútskýringar væri þó undantekning frekar en regla, en höfðu flestar lent í að talað væri niður til þeirra með því að kalla þær hluti eins og vina og væna, eða að útlit þeirra og aldur væri gert að umfjöllunarefni fremur en málefnin sem þær standa fyrir. „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Hún hefur einnig verið sögð of fölleg í útliti. „Eins og það komi eitthvað mínu pólitísku hugsjónum við,“ segir Ásta. Hún nefnir einnig dæmi þegar hún og Þorsteinn Sæmundsson rökræddu um Wintrismálið í Vikulokunum fyrir skemmstu. „Og þá segir hann við mig að hann ætli sko að kenna mér sagnfræði,“ segir Ásta. „Ég er sagnfræðingur að mennt.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Heldur sló í brýnu milli þeirra Jóns Gunnarssonar og Bjartar Ólafsdóttur í útvarpi í morgun. 23. september 2016 11:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. 30. september 2016 15:24 Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hugtakið hrútskýring hefur verið að ryðja sér rúms í umræðunni hér á landi undanfarið. Það er samsett úr orðunum hrútur og útskýring, íslensk útgáfa orðsins mansplaining sem er samsett úr man og explain. Mansplaining er notað um það það þegar einhver útskýrir eitthvað á lítillækandi hátt, oftast karl fyrir konu, og gefur sér að hann viti meira um málið. Hrútskýringar eru óumflýjanlegur hluti af vinnudeginum á Alþingi, að mati nokkurra íslenskra stjórnmálakvenna. „Já, ég hef orðið fyrir hrútskýringum nokkrum sinnum, og bara mjög nýlega meira að segja. Þetta er alveg orð sem er notað hér á göngum Alþingis á hverjum degi, það er óhætt að segja það,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur sem dæmi störf sín í Allsherjar- og menntamálanefnd þar sem hún er formaður. „Þegar umræðan fer af stað er mér bent á, af karlmönnum, að taka nú mark á mér eldri og vitrari karlþingmönnum sem hafa ekkert unnið í málaflokknum og hafa varla lesið þau mál sem verið er að leggja fram. Þessir menn sem senda mér tölvupósta gefa sér það að ég viti ekkert um málaflokkinn, en að svo virðist sem karlmennirnir viti allt um hann,“ segir Unnur. Hún nefnir einnig dæmi um símtal sem hún fékk frá eldri Sjálfstæðismanni á dögunum um að klippingin sem hún skartaði væri ekki við hæfi fyrir þingkonu flokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og nefnir sem dæmi þegar hún ætlaði sér að sækjast eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi fyrir nokkru. „Þá fékk ég að heyra það frá nokkrum eldri körlum í mínu kjördæmi að mér lægi ekkert á því ég væri svo efnileg. Ég skelli upp úr í hvert skipti sem ég hugsa til þess. Kona er efnileg þegar hún er búin að vera á þingi í tíu ár, búin að vera fjármálaráðherra, efnahagsráðherra og iðnaðarráðherra, þá er hún enn þá efnileg,“ segir Katrín. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, segir að sig gruni að stundum fái konur í valdastöðum öðruvísi spurningar en karlar. „Get ég nefnt sem dæmi að þegar við vorum á leiðtogafundinum í Washington, utanríkis - og forsætisráðherrar Norðurlandanna og svo Bandaríkjanna, að þá spyr Obama mig hvort hann eigi að lita á sér hárið. Ég er ekkert endilega viss um að hann hefði spurt karlkyns kollega að slíku,“ segir Lilja kímin. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata.Vísir„Það mun enginn stjórnmálamaður taka þig alvarlega ef að hann sér þessa mynd af þér“ Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna, segist hafa fengið sinn skammt af hrútskýringum þrátt fyrir að vera tiltölulega ný í pólitík. Til dæmis þegar hún birti mynd af sér í tengslum við Free the nipple byltinguna. „Strákur sem ég þekki í gegnum pólitíkina setti sig í samband við mig og sagði mér að hann væri með miklar áhyggjur af því að ég væri að fara of hratt í þetta og að þetta gæti haft áhrif á minn pólitíska feril eins og hann orðaði það. Svo sagði hann mér að það muni enginn stjórnmálamaður taka mig alvarlega ef hann sæi þessa mynd af mér. Ég fékk fyrst smá í magann eins og ég hefði verið að gera mistök, en svo gerði ég mér grein fyrir því að ég veit miklu meira um þetta en hann,“ segir Una. Stjórnmálakonurnar sem við ræddum tóku fram að alvarlegar hrútskýringar væri þó undantekning frekar en regla, en höfðu flestar lent í að talað væri niður til þeirra með því að kalla þær hluti eins og vina og væna, eða að útlit þeirra og aldur væri gert að umfjöllunarefni fremur en málefnin sem þær standa fyrir. „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Hún hefur einnig verið sögð of fölleg í útliti. „Eins og það komi eitthvað mínu pólitísku hugsjónum við,“ segir Ásta. Hún nefnir einnig dæmi þegar hún og Þorsteinn Sæmundsson rökræddu um Wintrismálið í Vikulokunum fyrir skemmstu. „Og þá segir hann við mig að hann ætli sko að kenna mér sagnfræði,“ segir Ásta. „Ég er sagnfræðingur að mennt.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Heldur sló í brýnu milli þeirra Jóns Gunnarssonar og Bjartar Ólafsdóttur í útvarpi í morgun. 23. september 2016 11:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. 30. september 2016 15:24 Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08
Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Heldur sló í brýnu milli þeirra Jóns Gunnarssonar og Bjartar Ólafsdóttur í útvarpi í morgun. 23. september 2016 11:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. 30. september 2016 15:24
Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00