Bandaríski spretthlauparinn Tyson Gay virðist vera hættur að hlaupa og reynir nú fyrir sér í bobsleða-keppni.
Hinn 34 ára gamli Gay mun taka þátt í móti í þessari viku. Annar bandarískur spretthlaupari, Ryan Bailey, mun einnig taka þátt í mótinu.
Þeir voru reyndar báðir í 4x100 metra boðhlaupssveit Bandaríkjanna á ÓL 2012. Þar fengu þeir silfur sem síðar var tekið af þeim. Bailey segist enn vera að jafna sig á því.
Gay féll á lyfjaprófi árið 2013 og fór í eins árs bann. Árangur hans frá því 2012 var ógildur í leiðinni og því missti bandaríska sveitin silfrið sitt á ÓL í London.
Gay hefur tekið þátt á þremur Ólympíuleikum og á næstbesta tímann í 100 metra hlaupi ásamt öðrum. Aðeins Usain Bolt hefur hlaupið hraðar.
Gay var í boðhlaupssveit Bandaríkjanna í Ríó sem vann brons. Aftur missti bandaríska liðið sín verðlaun er myndbandsupptökur sýndu ólöglega skiptingu á keflinu.
Keppnin sem Gay og Bailey taka þátt í þessa vikuna fer fram í Calgary í Kanada. Þetta er úrtökumót fyrir þá sem vilja komast í bandaríska landsliðið. Hraði Gay mun örugglega hjálpa honum mikið.
Hin goðsagnakenndi 400 metra grindahlaupari, Edwin Moses, reyndi einnig fyrir sér á bobsleðanum er hlaupaferlinum lauk.
Það gerði Lauryn Williams einnig en hún er fyrsta konan sem vinnur til verðlauna á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum.
Af hlaupabrautinni á bobsleðann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


