París og París Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. september 2016 07:00 Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun