Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍA 2-0 | Breiðablik felldi ÍA Anton Ingi Leifsson skrifar 24. september 2016 18:30 Blikastúlkur fagna. vísir/hanna Breiðablik er enn á lífi í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna, en ÍA er fallið niður í fyrstu deild. Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur Breiðabliks í leik liðanna í dag. Það tók Blika langan tíma að brjóta ísinn, en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 82. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir kom Breiðablik yfir. Málfríður Erna Sigurðardóttir tvöfaldaði svo forystuna í blálokin. Lokatölur 2-0.Afhverju vann Breiðablik? Þegar þú ert með gæðaleikmenn í fremstu víglínu eins og Fanndísi Friðriksdóttur í fremstu víglínu þá eru miklar líkur á þú fáir mark frá svona leikmönnum. Fanndís var ekki búin að eiga góðan dag, en hún skoraði hins vegar eina markið sem skildi liðin að og gerði það vel. Breiðablik var mikið, mikið meira með boltann, en náði ekki að nýta yfirburði sína í að skapa sér góð færi. Þau voru fleiri í fyrri hálfleik, en að endingu skildu mörk Fanndísar og Málfríðar liðin að. Sigurinn var verðskuldaður, þó að Breiðablik hefur oft spilað betur en þær gerðu í dag.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍA var frábær og skipulag þeirra gekk fullkomnlega upp þangað til á 82. mínútu. Liðið lá til baka, eðlilega, en þær gáfu ekki mörg færi á sér - þó einhver, sem Blikarnir náðu ekki að nýta sér. Ásta Vigdís átti frábæran leik í marki ÍA og varnarlína liðsins var afar traust þá sér í lagi Jaclyn Pourcel. Halbera Guðný Gísladóttir var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn í fyrri hálfleik og lék hún sér að því að koma með og þruma boltanum fyrir markið enda með baneitraðan spyrnufót, en ekki tókst Blikunum að binda. Minna sást til Hallberu í síðari hálfleik, en besti leikmaður Blika, Fjolla Shala, var borinn af velli á 70. mínútu vegna meiðsla. Fanndís átti einnig sína spretti á vinstri kantinum hjá Blikum og kom Blikum á bragðið.Hvað gekk illa? Breiðablik gekk afar illa að koma boltanum í netið og spilamennskan liðsins var ekki góð. Sendingar voru slakar, oft á tíðum út í hött, og það sást vel að þjálfarar liðsins, þeir Þorsteinn Halldórsson og Ólafur Pétursson, voru allt annað en sáttir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eins og við mátti búast var ekki mikið að gerast hjá ÍA fram á við, en þær áttu eitt skot að marki Blika í fyrri hálfleik. Megan Dunningan og Cathrine Dyngvold voru meira að sinna varnarskyldu og virtust einfaldlega þreyttar þegar þær fengu loks boltann í fremstu víglínu eftir alla varnarvinnuna, en Dunningan fékk meðal annars gullið tækifæri til að koma ÍA yfir um miðjan síðari hálfleikinn. Hún lét Sonný verja frá sér úr dauðafæri. Hvað gerist næst? ÍA er fallið, en þær eiga ekki tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í deildinni eftir tapið í dag. Þær spila við KR á föstudaginn þegar lokaumferðin er, en KR er enn í bullandi fallbaráttu. Breiðablik er enn tveimur stigum á eftir Stjörnunni, en Breiðablik mætir Selfoss í síðasta leiknum á föstudaginn. Stjarnan mætir FH á sama tíma, en FH er búið að tryggja sæti sitt í deildinni og getur ekki farið ofar eða neðar en sjöunda sætið. Fanndís: Áfram FH„Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik, nema á síðasta þriðjungnum,” sagði Fanndís Friðriksdóttir, ein af hetjum Breiðabliks, í leiknum í dag. „Við vorum ekki nægilega vandaðar á síðasta þriðjungnum, en það var gott að hann fór inn þarna tvisvar í lokin.” „Mér fannst við spila vel úti á vellinum, en við mark ÍA fannst mér við vera að klikka á einföldum sendingum og í því sem við eigum að gera betur. Við ræddum það í hálfleik og mér fannst það bæta það í síðari hálfleik.” „Við þurfum okkur að einbeita okkur að klára síðasta leikinn okkar og sjá hvort Stjarnan misstígi sig, en það er ekekrt sjálfgefið,” en Stjarnan spilar við FH í síðatsa leiknum. Fanndís kom að fjöllum þegar hún var spurð hvort hún hefði einhver skilaboð til FH í síðasta leiknum: „Vá, ég vissi ekki einu sinni á móti hverjum þær voru að spila, en nei bara áfram FH,” sagði Fanndís hlægjandi. Í vikunni spilaði Fanndís fyrir framan sex þúsund manns í tvígang, en í kvöld voru rúmir 100 manns á Kópavogsvelli. Fanndís segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikinn: „Nei, svo sem ekki. Þetta er bara svona hérna. Það hefur alltaf verið vel mætt á Kópavogsvöll og við erum þakklátar fyrir það,” sagði Fanndís að lokum. Kristinn: ÍA klúbbur sem á að geta verið í efstu deild„Það er bara þannig. Hetjulega baráttan dugði ekki til,” sagði Kristinn Guðbrandsson, þjálfari ÍA, í samtali við íþróttadeild í leikslok. „Ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með þessar stelpur í sumar og þær hafa aldrei misst vonina eða trúna. Þær mega eiga það.” Megan Dunningan slapp ein í gegn begann staðan var 0-0, en hún lét Sonný Láru verja frá sér og það reyndist mikill vendapunktur í leiknum. „Þú færð tækifæri í leiknum og ef þú nýtir þeim ekki, þá gæti þér mögulega verið refsað og það gerðist.” „Ásta var frábær í markinu og hún hefur verið það í sumar. Varnarleikurinn var frábær og Jaclyn var geggjuð í vörninni. Stelpurnar voru bara flottar - heilt yfir.” „Þær unnu vel og gerðu vel, en við vorum að spila gegn sterku liði. Það er oft erfitt að standast í 90 mínútur.” ÍA er eftir úrslit dagsins fallið niður í fyrstu deild, en Kristinn lætur nú að störfum og Helena Ólafsdóttir tekur við skútunnni og Aníta Lísa Svansdóttir verður henni innan handar. „Það er staðreynd að við séum fallnar. ÍA er klúbbur sem á alveg að geta verið í efstu deild í kvennafótboltanum,” sagði Kristinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Breiðablik er enn á lífi í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna, en ÍA er fallið niður í fyrstu deild. Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur Breiðabliks í leik liðanna í dag. Það tók Blika langan tíma að brjóta ísinn, en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 82. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir kom Breiðablik yfir. Málfríður Erna Sigurðardóttir tvöfaldaði svo forystuna í blálokin. Lokatölur 2-0.Afhverju vann Breiðablik? Þegar þú ert með gæðaleikmenn í fremstu víglínu eins og Fanndísi Friðriksdóttur í fremstu víglínu þá eru miklar líkur á þú fáir mark frá svona leikmönnum. Fanndís var ekki búin að eiga góðan dag, en hún skoraði hins vegar eina markið sem skildi liðin að og gerði það vel. Breiðablik var mikið, mikið meira með boltann, en náði ekki að nýta yfirburði sína í að skapa sér góð færi. Þau voru fleiri í fyrri hálfleik, en að endingu skildu mörk Fanndísar og Málfríðar liðin að. Sigurinn var verðskuldaður, þó að Breiðablik hefur oft spilað betur en þær gerðu í dag.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍA var frábær og skipulag þeirra gekk fullkomnlega upp þangað til á 82. mínútu. Liðið lá til baka, eðlilega, en þær gáfu ekki mörg færi á sér - þó einhver, sem Blikarnir náðu ekki að nýta sér. Ásta Vigdís átti frábæran leik í marki ÍA og varnarlína liðsins var afar traust þá sér í lagi Jaclyn Pourcel. Halbera Guðný Gísladóttir var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn í fyrri hálfleik og lék hún sér að því að koma með og þruma boltanum fyrir markið enda með baneitraðan spyrnufót, en ekki tókst Blikunum að binda. Minna sást til Hallberu í síðari hálfleik, en besti leikmaður Blika, Fjolla Shala, var borinn af velli á 70. mínútu vegna meiðsla. Fanndís átti einnig sína spretti á vinstri kantinum hjá Blikum og kom Blikum á bragðið.Hvað gekk illa? Breiðablik gekk afar illa að koma boltanum í netið og spilamennskan liðsins var ekki góð. Sendingar voru slakar, oft á tíðum út í hött, og það sást vel að þjálfarar liðsins, þeir Þorsteinn Halldórsson og Ólafur Pétursson, voru allt annað en sáttir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eins og við mátti búast var ekki mikið að gerast hjá ÍA fram á við, en þær áttu eitt skot að marki Blika í fyrri hálfleik. Megan Dunningan og Cathrine Dyngvold voru meira að sinna varnarskyldu og virtust einfaldlega þreyttar þegar þær fengu loks boltann í fremstu víglínu eftir alla varnarvinnuna, en Dunningan fékk meðal annars gullið tækifæri til að koma ÍA yfir um miðjan síðari hálfleikinn. Hún lét Sonný verja frá sér úr dauðafæri. Hvað gerist næst? ÍA er fallið, en þær eiga ekki tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í deildinni eftir tapið í dag. Þær spila við KR á föstudaginn þegar lokaumferðin er, en KR er enn í bullandi fallbaráttu. Breiðablik er enn tveimur stigum á eftir Stjörnunni, en Breiðablik mætir Selfoss í síðasta leiknum á föstudaginn. Stjarnan mætir FH á sama tíma, en FH er búið að tryggja sæti sitt í deildinni og getur ekki farið ofar eða neðar en sjöunda sætið. Fanndís: Áfram FH„Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik, nema á síðasta þriðjungnum,” sagði Fanndís Friðriksdóttir, ein af hetjum Breiðabliks, í leiknum í dag. „Við vorum ekki nægilega vandaðar á síðasta þriðjungnum, en það var gott að hann fór inn þarna tvisvar í lokin.” „Mér fannst við spila vel úti á vellinum, en við mark ÍA fannst mér við vera að klikka á einföldum sendingum og í því sem við eigum að gera betur. Við ræddum það í hálfleik og mér fannst það bæta það í síðari hálfleik.” „Við þurfum okkur að einbeita okkur að klára síðasta leikinn okkar og sjá hvort Stjarnan misstígi sig, en það er ekekrt sjálfgefið,” en Stjarnan spilar við FH í síðatsa leiknum. Fanndís kom að fjöllum þegar hún var spurð hvort hún hefði einhver skilaboð til FH í síðasta leiknum: „Vá, ég vissi ekki einu sinni á móti hverjum þær voru að spila, en nei bara áfram FH,” sagði Fanndís hlægjandi. Í vikunni spilaði Fanndís fyrir framan sex þúsund manns í tvígang, en í kvöld voru rúmir 100 manns á Kópavogsvelli. Fanndís segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikinn: „Nei, svo sem ekki. Þetta er bara svona hérna. Það hefur alltaf verið vel mætt á Kópavogsvöll og við erum þakklátar fyrir það,” sagði Fanndís að lokum. Kristinn: ÍA klúbbur sem á að geta verið í efstu deild„Það er bara þannig. Hetjulega baráttan dugði ekki til,” sagði Kristinn Guðbrandsson, þjálfari ÍA, í samtali við íþróttadeild í leikslok. „Ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með þessar stelpur í sumar og þær hafa aldrei misst vonina eða trúna. Þær mega eiga það.” Megan Dunningan slapp ein í gegn begann staðan var 0-0, en hún lét Sonný Láru verja frá sér og það reyndist mikill vendapunktur í leiknum. „Þú færð tækifæri í leiknum og ef þú nýtir þeim ekki, þá gæti þér mögulega verið refsað og það gerðist.” „Ásta var frábær í markinu og hún hefur verið það í sumar. Varnarleikurinn var frábær og Jaclyn var geggjuð í vörninni. Stelpurnar voru bara flottar - heilt yfir.” „Þær unnu vel og gerðu vel, en við vorum að spila gegn sterku liði. Það er oft erfitt að standast í 90 mínútur.” ÍA er eftir úrslit dagsins fallið niður í fyrstu deild, en Kristinn lætur nú að störfum og Helena Ólafsdóttir tekur við skútunnni og Aníta Lísa Svansdóttir verður henni innan handar. „Það er staðreynd að við séum fallnar. ÍA er klúbbur sem á alveg að geta verið í efstu deild í kvennafótboltanum,” sagði Kristinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira