Píratar ráku kosningastjóra vegna skoðanaágreinings Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2016 07:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmnastjóri Pírata Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19