Á forsíðunni sést Kaepernick krjúpandi á hné eins og hann hefur gert síðan á undirbúningstímabilinu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur.
Með þessu er Kaepernick að mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum.
Þetta athæfi Kaepernicks hefur vakið mikla athygli, bæði hrifningu og reiði. Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa blandað sér í umræðuna, þ.á.m. Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Í þessari viku bárust svo fréttir af því að Kaepernick hefðu borist morðhótanir vegna mótmæla sinna.
Hann hefur einnig fengið víðtækan stuðning en margir íþróttamenn hafa fylgt fordæmi hans og neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er leikinn.
TIME's new cover: The perilous fight. How national anthem protests led by Colin Kaepernick are fueling a debate https://t.co/FsZoblqj0b pic.twitter.com/pCVB3wM2kp
— TIME (@TIME) September 22, 2016