Sunna fór beint í steik eftir að standa á vigtinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2016 11:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir er endurnærð, bóktaflega, og klár í slaginn. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir þreytir frumraun sína sem atvinnumaður í MMA í kvöld þegar hún mætir Ashley „Doll Face“ Greenway á Invicta 19-bardagakvöldinu í Kansas. Sunna varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári, en framtíðin er björt hjá henni að mati Conor McGregor, skærustu stjörnu bardagaheimsins, sem telur að hún verði heimsmeistari í framtíðinni. Niðurskurður Sunnu fyrir fyrsta bardagann var heilbrigður og góður að hennar sögn, en hún ræðir fyrsta bardaga sinn sem atvinnumaður í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sunna steig á vigtina í gærkvöldi og var rétt rúm 52 kúló og náði því vigt fyrir bardagann en hún þurfti að missa ellefu kíló á sex vikum. Það er eitthvað annað en kollegi hennar, Cris Cyborg, sem þurfti að missa ellefu kíló á fjórum dögum eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Eftir vigtunina var komið að því að ná upp fyrri styrk og fór þessi bardagakona framtíðarinnar út að borða með sínum fylgdarsveinum; Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, og Árna „úr járni“ Ísakssyni sem er þjálfarinn hennar. Mjölnisteymið fór á hinn vinsæla stað Cheesecake Factory þar sem allir skelltu í sig vænni steik en Sunna borðaði nautakjöt í sólinni í Kansas eins og Jón Viðar greinir frá á Instagram-síðu sinni. Vigtunin búin! Nú er bara að safna orku og láta sér líða vel og það gerum við með því að borða nautakjöt í sólinni! #mjolnirmma #invictafc #sunnatsunami @sunnatsunami A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 22, 2016 at 12:48pm PDT Allt að gerast! Myndataka, viðtöl og áritanir. Sunna í góðum fíling og ætlar í stríð á föstudaginn! Hef ALDREI sèð hana eins tilbúna! #mjolnirmma #invictafc @sunnatsunami @invictafc A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 21, 2016 at 11:02am PDT MMA Tengdar fréttir Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00 Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45 Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir þreytir frumraun sína sem atvinnumaður í MMA í kvöld þegar hún mætir Ashley „Doll Face“ Greenway á Invicta 19-bardagakvöldinu í Kansas. Sunna varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári, en framtíðin er björt hjá henni að mati Conor McGregor, skærustu stjörnu bardagaheimsins, sem telur að hún verði heimsmeistari í framtíðinni. Niðurskurður Sunnu fyrir fyrsta bardagann var heilbrigður og góður að hennar sögn, en hún ræðir fyrsta bardaga sinn sem atvinnumaður í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sunna steig á vigtina í gærkvöldi og var rétt rúm 52 kúló og náði því vigt fyrir bardagann en hún þurfti að missa ellefu kíló á sex vikum. Það er eitthvað annað en kollegi hennar, Cris Cyborg, sem þurfti að missa ellefu kíló á fjórum dögum eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Eftir vigtunina var komið að því að ná upp fyrri styrk og fór þessi bardagakona framtíðarinnar út að borða með sínum fylgdarsveinum; Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, og Árna „úr járni“ Ísakssyni sem er þjálfarinn hennar. Mjölnisteymið fór á hinn vinsæla stað Cheesecake Factory þar sem allir skelltu í sig vænni steik en Sunna borðaði nautakjöt í sólinni í Kansas eins og Jón Viðar greinir frá á Instagram-síðu sinni. Vigtunin búin! Nú er bara að safna orku og láta sér líða vel og það gerum við með því að borða nautakjöt í sólinni! #mjolnirmma #invictafc #sunnatsunami @sunnatsunami A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 22, 2016 at 12:48pm PDT Allt að gerast! Myndataka, viðtöl og áritanir. Sunna í góðum fíling og ætlar í stríð á föstudaginn! Hef ALDREI sèð hana eins tilbúna! #mjolnirmma #invictafc @sunnatsunami @invictafc A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 21, 2016 at 11:02am PDT
MMA Tengdar fréttir Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00 Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45 Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira
Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00
Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45
Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00
Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30