Benedikt áfram formaður Viðreisnar Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:17 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fyrsta flokksþing Viðreisn fór fram í dag þegar þrjú hundruð flokksfélagar mættu í Hörpu. Þar var stefna flokksins mótuð fyrir kosningar og kosið í stjórn flokksins. Benedikt Jóhannsesson, oddviti flokksins í Norðaustur kjördæmi og formaður, var endurkjörinn og Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, var kjörinn varaformaður. Auk þes að kjósa í stjórn flokksins voru áherslur Viðreisnar fyrir komandi kosningabaráttu myndaðar. Hægt er að nálgast ályktanir þingsins á vef Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson lokaði flokksþingi Viðreisnar og fjallaði hann um Búvörusamninginn. „Traust almennings á Alþingi er lítið. Aftur og aftur hrista menn höfuðið yfir vinnubrögðum og störfum alþingismanna. En er það skrítið að þjóðin beri litla virðingu fyrir þingmönnum þegar þingmenn bera enga virðingu fyrir þjóðinni. Það voru ekki nema liðlega 10 prósent þingmanna sem stilltu sér upp við hlið neytenda þegar úrelt landbúnaðarkerfi var fest í sessi til tíu ára. Það voru reyndar ekki nema 30% þingmanna sem studdu búvörusamninganna með jái. Sumir sátu hjá, að sögn vegna þess að þeir voru á móti samningunum, aðrir sátu hjá vegna þess að þeir styðja samningana. Loks var stór hluti þingmanna úti í bæ að gæða sér á peruköku. Er furða þó að almenningi blöskri? Ég sé að sumir vinir okkar tala um Viðreisn sem mögulegt þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnarflokkanna. En ríkisstjórnin þarf greinilega ekkert þriðja hjól. Hún hefur þegar þriðja hjólið og það fjórða. Meira að segja varadekk þegar kemur að því að vernda kerfið,“ sagði Benedikt. Kosningar 2016 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fyrsta flokksþing Viðreisn fór fram í dag þegar þrjú hundruð flokksfélagar mættu í Hörpu. Þar var stefna flokksins mótuð fyrir kosningar og kosið í stjórn flokksins. Benedikt Jóhannsesson, oddviti flokksins í Norðaustur kjördæmi og formaður, var endurkjörinn og Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, var kjörinn varaformaður. Auk þes að kjósa í stjórn flokksins voru áherslur Viðreisnar fyrir komandi kosningabaráttu myndaðar. Hægt er að nálgast ályktanir þingsins á vef Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson lokaði flokksþingi Viðreisnar og fjallaði hann um Búvörusamninginn. „Traust almennings á Alþingi er lítið. Aftur og aftur hrista menn höfuðið yfir vinnubrögðum og störfum alþingismanna. En er það skrítið að þjóðin beri litla virðingu fyrir þingmönnum þegar þingmenn bera enga virðingu fyrir þjóðinni. Það voru ekki nema liðlega 10 prósent þingmanna sem stilltu sér upp við hlið neytenda þegar úrelt landbúnaðarkerfi var fest í sessi til tíu ára. Það voru reyndar ekki nema 30% þingmanna sem studdu búvörusamninganna með jái. Sumir sátu hjá, að sögn vegna þess að þeir voru á móti samningunum, aðrir sátu hjá vegna þess að þeir styðja samningana. Loks var stór hluti þingmanna úti í bæ að gæða sér á peruköku. Er furða þó að almenningi blöskri? Ég sé að sumir vinir okkar tala um Viðreisn sem mögulegt þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnarflokkanna. En ríkisstjórnin þarf greinilega ekkert þriðja hjól. Hún hefur þegar þriðja hjólið og það fjórða. Meira að segja varadekk þegar kemur að því að vernda kerfið,“ sagði Benedikt.
Kosningar 2016 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira