Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. september 2016 18:45 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að hann sé betri kostur en Sigmundur Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins um næstu helgi og að atburðir síðustu daga hafi hvatt hann til að létta á þeim þrýstingi sem hann hefur fengið vegna formannsframboðs. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Selfossi í dag og fékk Sigurður Ingi 100% kosningu í oddvitasætið. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Hótel Selfossi í dag. Fimm einstaklingar gáfu kost á sér í fimm efstu sætin. Sigurður Ingi Jóhannsson gaf kost á sér í fyrsta sæti og fékk 100% kosningu. Silja Dögg Gunnarsdóttir gaf kost á sér í annað sæti og var sjálfkjörin en þrír Framsóknarmenn gáfu kost á sér í þriðja sæti. Eftir atkvæðagreiðslu var Ásgerður K. Gylfadóttir kosin í þriðja sætið, og Einar Freyr Elínarson í fjórða sæti en þriðji frambjóðandinn um þriðja sætið, Fjóla Hrund Björnsdóttir náði ekki kjöri og ákvað að þiggja ekki önnur sæti á listanum. Ástæða þess að kosið var um oddvitasætið þó aðeins einn hafi verið í framboði er sú að Sigurður Ingi vilda sjá hvaða stuðning hann hafði í kjördæminu en í gær tilkynnti hann að hann hyggst bjóða sig fram í embætti formanns, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. „Þetta er erfið ákvörðun að taka ákvörðun um að fara í kosningu um formann svona stuttu fyrir kosningar. Það hefur hins vegar engum leynst að það er ólga innan Framsóknarflokksins. Ég tel að besta leiðin til þess að leysa slík mál sé með lýðræðislegum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Ástæða þess að Sigurður Ingi tilkynnti um formannsframboð sitt í gær er sú að hann vildi ekki hafa óeðlilega spenna á kjördæmaþinginu í dag „Og líka bar einfaldlega að svona atburðir síðustu daga hafa styrkt mig í þeirri trú að það sé rétt að ég gefi kost á mér sem formaður og láti undan þeim þrýstingi sem á mig hefur verið settur,“ segir Sigurður Ingi.Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sag ertu ekki að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Nei alls ekki ég lagði mig satt best að segja mjög mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég tek við sem forsætisráðherra bæði að verja hann og skapa honum svigrúm. Og ég er ekki að gefa kost á mér bara til þess að kjósa. Ég er að gefa kost á mér vegna þess að ég tel að ég væri betri kostur,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 „Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að hann sé betri kostur en Sigmundur Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins um næstu helgi og að atburðir síðustu daga hafi hvatt hann til að létta á þeim þrýstingi sem hann hefur fengið vegna formannsframboðs. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Selfossi í dag og fékk Sigurður Ingi 100% kosningu í oddvitasætið. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Hótel Selfossi í dag. Fimm einstaklingar gáfu kost á sér í fimm efstu sætin. Sigurður Ingi Jóhannsson gaf kost á sér í fyrsta sæti og fékk 100% kosningu. Silja Dögg Gunnarsdóttir gaf kost á sér í annað sæti og var sjálfkjörin en þrír Framsóknarmenn gáfu kost á sér í þriðja sæti. Eftir atkvæðagreiðslu var Ásgerður K. Gylfadóttir kosin í þriðja sætið, og Einar Freyr Elínarson í fjórða sæti en þriðji frambjóðandinn um þriðja sætið, Fjóla Hrund Björnsdóttir náði ekki kjöri og ákvað að þiggja ekki önnur sæti á listanum. Ástæða þess að kosið var um oddvitasætið þó aðeins einn hafi verið í framboði er sú að Sigurður Ingi vilda sjá hvaða stuðning hann hafði í kjördæminu en í gær tilkynnti hann að hann hyggst bjóða sig fram í embætti formanns, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. „Þetta er erfið ákvörðun að taka ákvörðun um að fara í kosningu um formann svona stuttu fyrir kosningar. Það hefur hins vegar engum leynst að það er ólga innan Framsóknarflokksins. Ég tel að besta leiðin til þess að leysa slík mál sé með lýðræðislegum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Ástæða þess að Sigurður Ingi tilkynnti um formannsframboð sitt í gær er sú að hann vildi ekki hafa óeðlilega spenna á kjördæmaþinginu í dag „Og líka bar einfaldlega að svona atburðir síðustu daga hafa styrkt mig í þeirri trú að það sé rétt að ég gefi kost á mér sem formaður og láti undan þeim þrýstingi sem á mig hefur verið settur,“ segir Sigurður Ingi.Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sag ertu ekki að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Nei alls ekki ég lagði mig satt best að segja mjög mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég tek við sem forsætisráðherra bæði að verja hann og skapa honum svigrúm. Og ég er ekki að gefa kost á mér bara til þess að kjósa. Ég er að gefa kost á mér vegna þess að ég tel að ég væri betri kostur,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 „Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
„Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16