Kvennahreyfing Samfylkingarinnar kaus í gær sjö konur af öllu landinu í stjórn hreyfingarinnar í gær. Ársfundur var haldinn í gær eftir Flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.
Steinunn Ýr Einarsdóttir var kjörinn formaður og með henni í stjórn voru kjörnar þær Sigrún Skaftadóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir, Jenný Heiða Zalenwski og Silja Jóhannesdóttir.
Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að á fundi hreyfingarinnar hafi mál kvenna sem eru á flótta verið í brennidepli sem og málefni fatlaðra kvenna. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur veriðo sjálfboðaliði meðal flóttafólks í Evrópu hélt erindi og einnig Inga Björk Bjarnadóttir um hvernig væri að vera fatlaður femínisti í stjórnmálum.
Kusu nýja stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Tengdar fréttir

Listi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi staðfestur
Framboðslisti var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins á Grand Hótel í dag.

Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu
Hugmyndin myndi kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna, samkvæmt formanni Samfylkingarinnar.

Jákvæðari andi í Alþingishúsinu
Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir hverfa af þingi eftir mánuð. Þær segja frá eftirminnilegustu atburðunum á ferlinum og ræða um lífið eftir að þingstörfum lýkur.

„Nú er tækifæri til að breyta“
Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.

Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar
Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára.