Gunnar Bragi sakar Sigurð Inga og Eygló um baktjaldamakk Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 18:45 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08