Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 08:15 Gleðileg jól. mynd/skjáskot Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið. MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið.
MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Sjá meira
Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15