Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í nýrri könnun fréttastofu 365. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira