Þetta stóra bardagakvöld verður haldið 12. nóvember næstkomandi í Madison Square Garden í New York. Þetta er fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að MMA var lögleitt í ríkinu fyrr á þessu ári.
Aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Eddie Alvarez í léttvigt. Conor er meistari í fjaðurvigt og getur því orðið sá fyrsti til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.
Að vanda var mikill kjaftur á Conor en þeir Alvarez skiptust á fúkyrðum á fundinum.
Atriði kvöldsins var samt þegar Conor var spurður hvaða bardagakappi af þeim sem voru á sviðinu yrði erfiðasti mótherji hans.
Áður en Conor gat svarað greip Jeremy Stephens orðið og fór að stæra sig af höggþunga sínum. Conor sneri sér þá við og spurði einfaldlega: hver í fjandanum er þessi náungi? Óborganlegt atriði sem má sjá hér að neðan.
Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Everyone is looking for a shot at Conor McGregor at the #UFC205 presser! https://t.co/sHjYqD5xbH
— UFC Europe (@UFCEurope) September 27, 2016