Sigurður Ingi ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. september 2016 09:07 Ragnhildur Arnljótsdóttir, Lars Lökke Rasmussen, Juha Sipilä, Erna Solberg og Stefan Löfven. mynd/twitter Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent