MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 12:00 298 manns létu lífið þegar MH17 var skotin niður. Vísir/AFP Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00
Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30