Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga.
Varnarsamningur frá 1951 er í gildi á milli ríkjanna og náið samband í varnarmálum á svæðinu. Duterte segist hinsvegar vilja efla samstarfið við Kínverja og Rússa, og að Kínverjar hafi sett sig upp á móti æfingunum.
Þessi ákvörðun gæti haft afleiðingar, en spennan á Suður Kínahafi hefur magnast síðustu misserin þar sem Kínverjar hafa sífellt fært sig meira upp á skaptið.
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna
