Ímyndaður bakgrunnur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 29. september 2016 09:45 Æsa Sigurðardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri, Sýning á ljósmyndum Rósku stendur nú yfir í Vínarborg. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur, en sýningin er hluti af myndlistarhátíðinni Curated by_Vienna. Við þekkjum pólitíska aðgerðarsinnann, kvikmyndagerðarmanninn, listmálarann og teiknarann Rósku. Á sýningunni „Feckless and Hotheaded“ sem nú stendur yfir í Galerie Raum mit Licht í Vínarborg, birtist lítt þekktur ljósmyndarinn Róska. Þar sjást í fyrsta sinn svart/hvít prent hennar og innsetning með áttatíu litskyggnum sem allar bera vott um nána samvinnu Rósku við suður-ameríska framúrstefnuleikhópa sem gerðu garðinn frægan í París um miðjan áttunda áratug 20. aldar. „Um er að ræða ljósmyndir sem sýna til dæmis danshópinn Dzi Croquettes sem samanstóð eingöngu af karldönsurum, sem flestir flúðu alræmda herforingjastjórn Brasilíu, og leituðu skjóls í París þar sem pólitískt „hinsegin“ leikhús fékk að blómstra. Róska var nátengd frönsku nýbylgjunni í kvikmyndagerð, hún þekkti framúrstefnuleikhús Fernandos Arrabal, og ljósmyndaði hún einnig leikverkið Luxe sem samið var af þeim Alfredo Arias og Carlos d'Alessio með dívunni Marucha Bo í aðalhlutverki,“ segir Æsa Sigurðardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri, en sýningin er hluti af myndlistarhátíðinni Curated by_Vienna þar sem 19 alþjóðlegum sýningarstjórum er boðið að velja óþekkt eða lítt þekkt verk til að sýna í jafnmörgum galleríum borgarinnar. „Ég ákvað að tefla saman fimm ólíkum listakonum sem aldrei áttu kost á því að hittast eða vinna saman, en eiga það sameiginlegt að stunda eða hafa stundað einhvers konar borgaralega óhlýðni hver á sinn hátt. Þetta eru auk Rósku, þær Geta Bratescu frá Rúmeníu, Ludmila Rusava frá Hvíta-Rússlandi og tvær ungar listakonur nú starfandi í Vínarborg, þær Karin Fisslthaler og Olena Newkryta,“ segir Æsa.Róska, Dzi Croquettes, París 1975.Mynd/Róska„Titillinn „Feckless and Hotheaded“ (Kærulausar og framhleypnar) vísar til upphrópana sem oft eru viðhafðar þegar rætt er um listakonur eða konur almennt innan myndlistarumræðu og bókmennta, en einnig í samfélagsumræðu dagsins í dag. Róska var kölluð „Fokill stelpa frá Róm“ í grein Kjartans Guðjónssonar sem birtist í Þjóðviljanum á sinni tíð – en ljósmynd Rósku af ítalskri óeirðalögreglu var hafnað, eins og kunnugt er, á samsýningu FÍM árið 1969, m.a. á þeim forsendum að ekki væri um myndlist að ræða,“ segir hún. Ljósmyndin og kvikmyndin var mikilvægur þáttur í listsköpun Rósku og sýningin í Vínarborg sýnir einmitt þetta flæði á milli miðla sem einkennir listsköpun hennar oft út frá formerkjum aðgerða eða nýraunsæis.„Á sýningunni er því einnig lögð áhersla á að sýna fram á hversu mikið frelsi birtist í listsköpun kvenna á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar og forvitnilegt hvernig yngsta kynslóð myndlistarkvenna vinnur úr möguleikum stafrænnar tækni. Róska var óhrædd við að taka í notkun þá nýju miðla sem buðust hverju sinni. Ég hafði einnig áhuga á að sýna fordómalausa afstöðu til listsköpunar, eins og hún birtist á svo ferskan hátt í ljósmyndum Rósku,“ segir Æsa en óhætt er að segja að áttundi áratugurinn hafi veirð merkilegur í listsögulegu samhengi vegna þess að á þeim tíma hófst ákveðin umpólun innan listheimsins. „Landamæri féllu á milli listgreina, samvinna var algeng og raddir kvenna og ýmissa minnihlutahópa tóku að hljóma. Á síðustu árum ævi sinnar vísaði Róska oft í franska skáldið og súrrealistann André Breton og gerði hugmyndir hans að leiðarljósi. Hún skýrir leit sína oft með orðum hans, það er að segja að hlutverk listarinnar væri að „dýpka grundvöll raunveruleikans og draga fram í dagsljósið skýrari og ástríðufyllri meðvitund um þann heim sem tilfinningarnar skynja“,“ segir Æsa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sýning á ljósmyndum Rósku stendur nú yfir í Vínarborg. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur, en sýningin er hluti af myndlistarhátíðinni Curated by_Vienna. Við þekkjum pólitíska aðgerðarsinnann, kvikmyndagerðarmanninn, listmálarann og teiknarann Rósku. Á sýningunni „Feckless and Hotheaded“ sem nú stendur yfir í Galerie Raum mit Licht í Vínarborg, birtist lítt þekktur ljósmyndarinn Róska. Þar sjást í fyrsta sinn svart/hvít prent hennar og innsetning með áttatíu litskyggnum sem allar bera vott um nána samvinnu Rósku við suður-ameríska framúrstefnuleikhópa sem gerðu garðinn frægan í París um miðjan áttunda áratug 20. aldar. „Um er að ræða ljósmyndir sem sýna til dæmis danshópinn Dzi Croquettes sem samanstóð eingöngu af karldönsurum, sem flestir flúðu alræmda herforingjastjórn Brasilíu, og leituðu skjóls í París þar sem pólitískt „hinsegin“ leikhús fékk að blómstra. Róska var nátengd frönsku nýbylgjunni í kvikmyndagerð, hún þekkti framúrstefnuleikhús Fernandos Arrabal, og ljósmyndaði hún einnig leikverkið Luxe sem samið var af þeim Alfredo Arias og Carlos d'Alessio með dívunni Marucha Bo í aðalhlutverki,“ segir Æsa Sigurðardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri, en sýningin er hluti af myndlistarhátíðinni Curated by_Vienna þar sem 19 alþjóðlegum sýningarstjórum er boðið að velja óþekkt eða lítt þekkt verk til að sýna í jafnmörgum galleríum borgarinnar. „Ég ákvað að tefla saman fimm ólíkum listakonum sem aldrei áttu kost á því að hittast eða vinna saman, en eiga það sameiginlegt að stunda eða hafa stundað einhvers konar borgaralega óhlýðni hver á sinn hátt. Þetta eru auk Rósku, þær Geta Bratescu frá Rúmeníu, Ludmila Rusava frá Hvíta-Rússlandi og tvær ungar listakonur nú starfandi í Vínarborg, þær Karin Fisslthaler og Olena Newkryta,“ segir Æsa.Róska, Dzi Croquettes, París 1975.Mynd/Róska„Titillinn „Feckless and Hotheaded“ (Kærulausar og framhleypnar) vísar til upphrópana sem oft eru viðhafðar þegar rætt er um listakonur eða konur almennt innan myndlistarumræðu og bókmennta, en einnig í samfélagsumræðu dagsins í dag. Róska var kölluð „Fokill stelpa frá Róm“ í grein Kjartans Guðjónssonar sem birtist í Þjóðviljanum á sinni tíð – en ljósmynd Rósku af ítalskri óeirðalögreglu var hafnað, eins og kunnugt er, á samsýningu FÍM árið 1969, m.a. á þeim forsendum að ekki væri um myndlist að ræða,“ segir hún. Ljósmyndin og kvikmyndin var mikilvægur þáttur í listsköpun Rósku og sýningin í Vínarborg sýnir einmitt þetta flæði á milli miðla sem einkennir listsköpun hennar oft út frá formerkjum aðgerða eða nýraunsæis.„Á sýningunni er því einnig lögð áhersla á að sýna fram á hversu mikið frelsi birtist í listsköpun kvenna á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar og forvitnilegt hvernig yngsta kynslóð myndlistarkvenna vinnur úr möguleikum stafrænnar tækni. Róska var óhrædd við að taka í notkun þá nýju miðla sem buðust hverju sinni. Ég hafði einnig áhuga á að sýna fordómalausa afstöðu til listsköpunar, eins og hún birtist á svo ferskan hátt í ljósmyndum Rósku,“ segir Æsa en óhætt er að segja að áttundi áratugurinn hafi veirð merkilegur í listsögulegu samhengi vegna þess að á þeim tíma hófst ákveðin umpólun innan listheimsins. „Landamæri féllu á milli listgreina, samvinna var algeng og raddir kvenna og ýmissa minnihlutahópa tóku að hljóma. Á síðustu árum ævi sinnar vísaði Róska oft í franska skáldið og súrrealistann André Breton og gerði hugmyndir hans að leiðarljósi. Hún skýrir leit sína oft með orðum hans, það er að segja að hlutverk listarinnar væri að „dýpka grundvöll raunveruleikans og draga fram í dagsljósið skýrari og ástríðufyllri meðvitund um þann heim sem tilfinningarnar skynja“,“ segir Æsa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira