Magnaður fundur Gráa hersins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. september 2016 12:48 Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun