Magnaður fundur Gráa hersins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. september 2016 12:48 Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun