Tebow lék í gær sinn fyrsta æfingaleik síðan hann gerðist hafnaboltamaður og samdi við NY Mets.
Hann tók sér kylfu í hönd, steig upp og sló boltann út fyrir girðinguna [home run] í fyrstu tilraun. Ótrúlegt og jafnvel kraftaverk myndu einhverjir segja.
Aðeins Tim Tebow getur byrjað svona en þessi fjölhæfi iþróttamaður fékk þarna draumabyrjun á nýju ævintýri.
Sjá einnig: Ótrúlegar trúartengdar tilviljanir
Líkt og með frelsarann forðum þá vantar ekki efasemdarmennina. Vice Sports trúir því ekki að Tebow hafi byrjað á þennan ótrúlega hátt og er með samsæriskenningar um að enginn sem tók myndbandið upp sé með myndband af boltanum fara út fyrir völlinn.
Skemmtileg samsæriskenning sem má lesa meira um hér. Hinir trúuðu munu aftur á móti halda áfram að gleðjast með sínum manni.
Að neðan má lesa eldri grein um fyrrum kraftaverk Tebow.
. BOOM! @TimTebow hits a homer during instructional league game! pic.twitter.com/8h9JCzr7Br
— Katie Johnson (@Katie_Johnson_) September 28, 2016
Tim Tebow just hit a home run on the first pitch he ever saw in a professional baseball game. #Mets
— In Mets We Trust (@InMetsWeTrust) September 28, 2016